Brady með afmælismynd af Bündchen-mæðgum

Tom Brady og Gisele Bundchen
Tom Brady og Gisele Bundchen AFP

Stjörnuhjónin brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen og bandaríski ruðningsbakvörðurinn Tom Brady fögnuðu afmæli Bündchen á dögunum. Ofurfyrirsætan, sem einnig er þekkt sem leikkona, en hún lék meðal annars í kvikmyndinni Devil Wears Prada, varð 41 árs 20. júlí síðastliðinn. Parið hefur verið gift í 12 ár og á tvö börn saman, soninn Benjamin ellefu ára og dótturina Vivian átta ára. Brady á eitt barn úr fyrra sambandi, soninn Jack sem er 13 ára.

Brady, sem er sigursælasti ruðningsbakvörður allra tíma með sjö ofurskálartitla, setti sæta mynd og kveðju á  Instagram í tilefni af afmæli elskunnar sinnar. Þar birti hann mynd af Bündchen haldandi utan um dóttur þeirra Vivian og lætur eftirfarandi texta með:

„Til hamingju með afmælið! Þetta hefur verið ótrúlegt ár og það er erfitt að gera sér í hugarlund að ég geti elskað þig meira í dag en ég gerði fyrir ári. En ég geri það! Þú elskar fjölskylduna okkar á þann hátt sem enginn annar gæti gert og við fögnum þér á þessum degi!“

Hann bætir svo við setningu á portúgölsku: „Te amo Tanto meu amor da minha vida!“ Sem þýðist einfaldlega: „Ég elska þig svo mikið, þú ert ástarhnossið mitt.“ 

View this post on Instagram

A post shared by Tom Brady (@tombrady)

mbl.is