Íslenskir pabbar deila verstu pabbabröndurunum

Hvað nefnist bjúgverpil sem kemur ekki til baka? Spýta.
Hvað nefnist bjúgverpil sem kemur ekki til baka? Spýta. Ljósmynd/Austin Lowman

Það er ekki óalgengt að miðaldra karlmaður taki til máls í upphafi samkomu (þegar fleiri en 20 einstaklingar koma saman) og brjóti ísinn með einum laufléttum brandara, svokölluðum pabbabrandara. Pabbabrandarar eru oftast þannig að börnin skilja yfirleitt ekki brandarann. Þetta eru fimmaurabrandarar, einfaldir og framkalla aulahroll. Blaðamaður hafði uppi á nokkrum pabbabröndurum til þess að létta okkur nautalundina eftir þessa erfiðu fréttaviku í lífi landsmanna.

„Veistu hvað sólpallurinn sagði við hinn sólpallinn? Ég vildi að við værum svalir.“

„Þegar þú sérð skilti sem stendur á einbreið brú þá segir þú: Ein breið brú? Ég sé brú en hún er ekkert rosalega breið.“

„Er þér kalt? Þá skaltu drífa þig út í horn. Þar eru 90 gráður.“

„Þið eruð nýsest inn í bílinn og þá spyrðu barnið þitt: Ertu spennt? Það svarar játandi og þá spyrðu: En ertu búin að setja á þig bílbeltið?“

„Hvað kallar þú sel sem elskar sinnep? Selinn Dijon.“

Selur það ekki dýrarara en hann keypti.
Selur það ekki dýrarara en hann keypti. Ljósmynd/Shannon Van Den Heuvel

„Ef þú heitir Ari og prumpar, ertu þá prumpari?“

„Vissir þú að Drakúla átti lítinn bróður sem var grænmetisæta og hét Rúkóla?

mbl.is