Sonur Önnu og Valdimars kom með hvelli

Anna Björk Sigurjónsdóttir og Valdimar Guðmundsson eignuðust son á mánudagskvöldið.
Anna Björk Sigurjónsdóttir og Valdimar Guðmundsson eignuðust son á mánudagskvöldið. mbl.is/Stella Andrea

Anna Björk Sigurjónsdóttir og Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður eignuðust son á mánudagskvöldið. Valdimar greindi frá fæðingu sonar síns á samfélagsmiðlum í dag og segir soninn hafa drifið sig í heiminn.

„Litli drengurinn okkar mætti með hvelli klukkan 22:46 mánudagskvöldið 19. júlí einungis rúmum 2 tímum eftir að Anna missti vatnið. Hann er auðvitað algjörlega fullkominn á allan hátt, heilar 17 merkur og öllum heilsast vel. Nú erum við komin með nýja titla, mamma og pabbi, sem er eitthvað svo ótrúlegt. Mikið sem við hlökkum til að horfa á þennan dreng vaxa og dafna og sigra heiminn,“ skrifar Valdimar í færslu á Facebook. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is