Georg sláandi líkur Vilhjálmi Bretaprins

Vilhjálmur og móðir hans Díana prinsessa.
Vilhjálmur og móðir hans Díana prinsessa.

Georg prins þykir með eindæmum líkur föður sínum, Vilhjálmi Bretaprins, á 8 ára afmælismynd sinni sem var birt í vikunni. Breskir fjölmiðlar hafa vakið athygli á líkindunum og birt gamlar myndir af Vilhjálmi. 

Prinsinn litli fagnaði afmæli sínu á fimmtudaginn og í tilefni dagsins birtu foreldrar hans mynd af honum, líkt og venjan er innan konungsfjölskyldunnar. Myndin sýnir prinsinn skælbrosandi á húddi Land Rover-bifreiðar, sem var eftirlætisbifreiðategund langafa hans, Filippusar hertoga af Edinborg, sem féll frá fyrr á þessu ári.

Georg prins.
Georg prins. AFP
Vilhjálmur Bretaprins, Georg og Katrín hertogaynja á Wembley fyrr í …
Vilhjálmur Bretaprins, Georg og Katrín hertogaynja á Wembley fyrr í þessum mánuði. AFP
mbl.is