Sonur Örnu Ýrar og Vignis skírður

Arna Ýr Jónsdóttir eignaðist sitt annað barn í júní.
Arna Ýr Jónsdóttir eignaðist sitt annað barn í júní.

Arna Ýr Jónsdóttir, feg­urðardrottn­ing og hjúkr­un­ar­fræðinemi, og kærasti hennar, Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor, létu skíra son sinn um helgina. Sonurinn, sem kom í heiminn í júní, fékk nafnið Nói Hilmar. 

„Yndislegur dagur með fjölskyldu og vinum, Nói Hilmar fékk nafnið sitt og Ástrós Metta hélt loksins upp á 2 ára afmælið sitt,“ skrifaði Arna Ýr á Instagram-síðu sína. „Við erum svo þakklát fyrir lífið sem við eigum saman.“

mbl.is