Var ólétt í Ru Paul's Drag Race

Emma Roberts segist hafa verið ólétt þegar hún kom inn …
Emma Roberts segist hafa verið ólétt þegar hún kom inn sem gestadómari í Ru Paul's Drag Race. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Emma Roberts greinir frá því í viðtali við People að hún hafi verið „mjög ólétt“ þegar hún mætti sem gestadómari í raunveruleikaþættinum Ru Paul's Drag Race All Stars.

Í viðtalinu kveðst Roberts mikill aðdáandi raunveruleikaþáttanna en upptökur fóru fram haustið 2020. Hún segist hafa verið það spennt fyrir hlutverki sínu sem gestadómari að hún bauð kærastanum sínum, Garrett Hedlund, með í tökurnar. Hann er einnig mikill aðdáandi þáttanna.

„Ég er mikill aðdáandi þáttanna og ég varð ofboðslega spennt þegar mér var boðið að vera gestadómari,“ segir Roberts í viðtalinu. „Ég trúði ekki hversu hæfileikaríkar dragdrottningar voru og það var gaman að sjá þetta með eigin augum.“ 

Roberts og kær­asti henn­ar Garrett Hed­l­und eignuðust sitt fyrsta barn sam­an síðastliðin jól­. Var það drengur og fékk hann nafnið Rhodes Robert. 

View this post on Instagram

A post shared by Emma Roberts (@emmaroberts)mbl.is