Hitti ekki dóttur sína í tvö ár

Kate Beckinsale.
Kate Beckinsale. AFP

Mæðgurnar Kate Beckinsale og Lily Sheen voru sameinaðar á JFK-flugvelli í New York í Bandaríkjunum. Mæðgurnar höfðu ekki sést í tvö ár vegna heimsfaraldursins. 

Sheen, sem hún átti með leikaranum Michael Sheen, hefur verið búsett í New York undanfarin ár þar sem hún er nemandi við New York-háskóla. 

Beckinsale hefur hins vegar verið búsett í Bretlandi og greindi frá því í viðtali nýlega að hún hefði ekki séð dóttur sína í tvö ár. „Ég fór til Kanada að vinna og hún gat ekki komið að hitta mig. Að hitta ekki barnið sitt í tvö ár, það er fáránlegur hlutur, að mínu mati,“ sagði Beckinsale. 

Sheen er einkadóttir Beckinsale.

mbl.is