Paris Hilton á von á barni

Paris Hilton á von á barni.
Paris Hilton á von á barni. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Carter Reum. Hilton hefur sjálf ekki tilkynnt óléttuna en slúðurmiðillinn Page Six segist hafa heimildir fyrir væntanlegum erfingja. 

Hilton hefur verið opin í viðtölum um barneignir og sagðist í janúar á þessu ári vera byrjuð á ferlinu fyrir tæknifrjóvgun. Hilton og Reum trúlofuðu sig í febrúar á þessu ári eftir að hafa verið saman í um ár. 

„Hann er bara draumamaðurinn minn. Við erum alltaf að tala um skipulag á brúðkaupinu okkar og hvað við eigum að skíra börnin okkar og allt það,“ sagði Hilton í viðtali í janúar.

mbl.is