Sonurinn fær að horfa á ofbeldi fimm ára

Quentin Tarantino leikstýrði Umu Thurman í Kill Bill.
Quentin Tarantino leikstýrði Umu Thurman í Kill Bill. AFP

Kvikmyndagerðarmaðurinn Quentin Tarantino er þekktur fyrir allt annað en að gera kvikmyndir sem eru ætlaðar börnum. Hann varð faðir í fyrsta sinn í fyrra og hefur ekki áhyggjur af því hvernig ofbeldið í myndunum hans fer í Leo, eins árs gamlan son sinn. 

Blaðamaður Deadline spurði Tarantino hvenær honum þætti eðlilegt að leyfa syni sínum að horfa á myndirnar sínar. 

„Það fer eftir áhugamálum hans. Ef ég ætti að dæma eftir mér þá sá ég margt mjög ungur eða þegar það kom út, ég gæti ímyndað mér snemma. Ef ég ætti að giska myndi ég halda að hann fengi áhuga á Kill Bill sem ungur strákur, allt frá fimm, sex eða sjö ára.“

Það þarf kannski ekki að taka fram en Kill Bill-myndirnar eru ekki barnamyndir. Fæstir foreldrar leyfa börnum sem eru að byrja í grunnskóla að horfa á myndirnar. Eins og Tarantino nefndi er hann einungis að tala út frá sjálfum sér og sínum áhuga. Tarantino horfði sjálfur á fullorðinsmyndir mjög ungur. Hann sagðist hafa séð fullorðinsmyndina Point Blank árið 1968 þegar hann var sex eða sjö ára. Myndin er ekki ætluð börnum.

Quentin Tarantino og eiginkona hans Daniella Pick eiga einn son.
Quentin Tarantino og eiginkona hans Daniella Pick eiga einn son. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert