Dóttir Klum á uppleið í bransanum

Leni Klum er fyrirsæta eins og mamma
Leni Klum er fyrirsæta eins og mamma Skjáskot/Instagram

Dóttir Heidi Klum, Leni Klum, er sautján ára og farin að gera það gott í fyrirsætubransanum. Á dögunum birti móðir hennar myndskeið af henni þar sem hún situr fyrir við gerð auglýsingar fyrir skartgripafyrirtækið Chopard. „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni,“ skrifaði Klum við mynd af henni á Instagram og óskar henni til hamingju með auglýsinguna. 

Í myndbandinu er Leni í frjálslegum og þægilegum fötum, ljósum gallabuxum og kremuðum topp. Þetta virðist henni meðfætt að standa fyrir framan myndavélina og láta sér líða vel. Á Instagram kveðst Leni himinlifandi að hafa verið valin fyrir auglýsingaherferð Chopard, en leikkonan Julia Roberts var einnig valin í þessa sömu herferð.

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

mbl.is