Ekki ólétt – kennir brjóstahaldara um

Paris Hilton á ekki von á barni.
Paris Hilton á ekki von á barni. AFP

Paris Hilton, hótelerfingi og frumkvöðull, neitar óléttuorðrómi í nýjum hlaðvarpsþætti af This is Paris. Sögusagnir fóru af stað í gær, þriðjudag, þess efnis að Hilton væri ólétt en stjarnan segist ætla að gifta sig áður en hún eignast barn.

„Ekki enn, ég er að bíða þangað til eftir brúðkaupið,“ sagði Hilton. Hún er trúlofuð Cart­er Reum og er vinna hafin við gerð brúðarkjólsins, sem hún ætlar ekki að eyðileggja. 

Hilton fékk fjölda tilefnislausra hamingjuóska í gær. Hún veit ekki hvernig orðrómurinn fór af stað en kennir brjóstahaldara úr nýrri nærfatalínu sinni um. Hún segist hafa farið út að borða með unnusta sínum í brjóstahaldara sem lyftir brjóstunum og þar voru teknar myndir af henni. 

Stjarnan sem varð fertug í febrúar segist ætla bíða þangað til árið 2022 með að eignast börn. Hún er meðvituð um aldur sinn og hefur talað opinberlega um að hún sé nú þegar byrjuð í tæknifrjóvgunarferli. Hún á þá ósk að eignast tvíbura, helst stelpu og strák.

Paris Hilton og Carter Reum.
Paris Hilton og Carter Reum. AFP
mbl.is