Yngsta dóttir Simpson nauðalík mömmu

Jessica Simpson og fjölskylda.
Jessica Simpson og fjölskylda. Skjáskot/Instagram

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson birti á dögunum myndaseríu af tveggja ára dóttur sinni Birdie Mae á samfélagsmiðlinum Instagram og þykir hún ansi lík mömmu sinni. Birdie er yngsta barn Simpson og eiginmanns hennar, fyrrverandi ruðningsleikmannsins Erics Johnsons, en þau eiga líka níu ára dótturina Maxwell Drew og átta ára soninn Ace Knute.

Foreldrarnir hafa verið duglegir að birta myndir á Instagram af Birdie Mae og í athugasemdum hafa aðdáendur og velunnarar vakið athygli á líkindum mæðgnanna og hafa þeir nokkuð til síns máls.

Simpson átti við áfengisvanda að stríða á síðasta áratug en hún vann úr sínum málum og hefur aldrei verið hamingjusamari ef marka má færslur hennar á samfélagsmiðlinum. 

mbl.is