Baða börnin bara þegar þau eru skítug

Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga tvö börn.
Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga tvö börn. AFP

Hollwyoodhjónin Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga börnin Wyatt og Dimitri sem eru sex og fjögurra ára. Þau neyða ekki börnin sín í bað daginn út og inn og segjast bara baða þau þegar þau eru skítug. 

„Það var ekki heitt vatn heima hjá mér þegar ég var barn svo ég fór hvort sem er ekki mikið í sturtu,“ sagði Kunis að því fram kemur á vef CNN. Hjónin voru gestir í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert þar sem þetta kom fram. 

„Ég var ekki foreldrið sem baðaði ungbörnin sín, aldrei,“ sagði Kunis í þættinum. Í dag eru hjónin með skilvirkt kerfi sem þau fara eftir í uppeldinu. „Ef þú sérð skít á þeim þá þrífum við þau, annars er engin ástæða.“

Hjónin eru heldur ekki að þvo alla líkamshluta sína með sápu á hverjum degi. Kutcher þvær sér bara undir höndunum og í klofinu á hverjum degi. Hann á það líka til að þvo sér í framan eftir æfingar. Kunis hins vegar þvær andlitið tvisvar á dag.

mbl.is