Sjáðu þriggja ára krútt herma eftir dýfingum

Olympíuleikarnir hvetja börnin til íþróttaiðkunar
Olympíuleikarnir hvetja börnin til íþróttaiðkunar Ljósmynd/Caleb Woods

Myndband af þriggja ára stúlku á samfélagsmiðlinum TikTok hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn síðustu daga. Í myndbandinu sést litla stúlkan herma eftir keppendum á Ólympíuleikunum sem fara fram um þessar mundir í Tókýó í Japan. Litla stelpan ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því hún hermir eftir samhæfðum dýfingum kvenna af þriggja metra bretti.

Þetta litla krútt á eflaust framtíðina fyrir sér í sunddýfingum ef marka má þessar fimu hreyfingar. Þetta sýnir okkur að það er ágætis hugmynd að hafa kveikt á viðtækjunum þegar Ólympíuleikarnir eru í gangi. Það er aldrei að vita nema börnin okkar uppgötvi nýtt áhugamál á skjánum. 

mbl.is