Planið var ekki að eignast barn ein 44 ára

Natalie Imbruglia eignaðist barn ein með hjálp sæðisgjafa árið 2019.
Natalie Imbruglia eignaðist barn ein með hjálp sæðisgjafa árið 2019. skjáskot/Instgram

Poppstjarnan Natalie Imbruglia eignaðist sitt fyrsta barn 44 ára árið 2019. Hún fór í tæknifrjóvgun og fékk sæðisgjafa. Hún er nú byrjuð að gefa af sér og gefur jafnvel ókunnugum konum símanúmerið sitt. 

Imbruglia sagði í hlaðvarpsþættinum Spinning Plates það mikilvægt að hafa stuðning í þessu ferli. Hún gerði alltaf ráð fyrir að eignast barn snemma á fertugsaldri en ekki á fimmtugsaldri. 

„Ég endaði á því að skilja. Hver hefði haldið það? Það var ekki planið. Það er augljóslega ekki ástæðan fyrir því að þú giftir þig. Það tefur þig og svo tekur þig tíma að vilja fara í samband aftur,“ sagði Imbruglia. „Þú finnur ekki rétta manninn og allt í einu er líffræðileg klukkan farin að tifa. 

Þannig að ef ég hitti ókunnugar konur í matarboði og þær eru að tala um að fara í tækifrjóvgun gef ég þeim símanúmerið mitt og segi spyrjið mig að hverju sem er,“ sagði tónlistarkonan. Hún hefði viljað hafa einhvern til þess að leita til. 

Imbruglia sagði margar konur líta svo á að þær geti talað um málefnið við hana, enda hefur hún talað opinberlega um tæknifrjóvgunina og að eignast barn ein. Hún segist hafa óvart orðið eins konar brautryðjandi á þessu sviði án þess að reyna það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert