Deildi myndbandi af fæðingu dóttur sinnar

Shawn Johnson og Andrew East eru yfir sig ástfangin af …
Shawn Johnson og Andrew East eru yfir sig ástfangin af litlu viðbótinni. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi fimleikakonan Shawn Johnson og NFL-stjarnan Andrew East eignuðust annað barn sitt í síðustu viku. Þau greindu frá fæðingu sonar síns með fallegu myndbandi af honum komast í heiminn. 

Í myndbandinu má sjá þau hjónin undirbúa sig fyrir spítalaferðina en drengurinn var tekinn með fyrirframákveðnum keisaraskurði.

Fyrir eiga þau dótturina Drew Hazel sem verður tveggja ára í haust.

mbl.is