Sárt að komast að óléttunni

Brody Jenner og Kaitlynn Carter.
Brody Jenner og Kaitlynn Carter. AFP

Raunveruleikastjörnurnar Kaitlynn Carter og Brody Jenner úr The Hills: New Beginnings skildu fyrir tveimur árum. Nú á Carter von á barni með kærasta sínum Kristopher Brock. Jenner var ekki ánægður með að heyra það frá öðrum að fyrrverandi eiginkona hans ætti von á barni. 

„Auðvitað sárnaði mér að sjá allt þetta fólk sem virtist vita af því að hún væri ólétt en ekki ég,“ sagði Jenner við Carter í þætti af The Hills. „Barn var svo stór hluti af sambandi okkar og það sem við töluðum um í sambandinu. Ég þarf ekki að vera sá fyrsti til þess að fá að vita en hefði viljað vera einn af tíu fyrstu.“

Carter kveið því hins vegar að segja Jenner frá því að hún ætti von á barni vegna þess að þau vonuðust til þess að eignast barn saman. Jenner bað Carter árið 2016. Þau gengu í hjónaband árið 2018 á Balí en skildu 2019. Seinna kom í ljós að hjónaband þeirra var ekki löglegt í Bandaríkjunum.

Brody Jenner.
Brody Jenner. AFP
mbl.is