Keypti æskuheimili sitt

Joshua Jackson er fluttur aftur á æskustöðvarnar.
Joshua Jackson er fluttur aftur á æskustöðvarnar. AFP

Leikarinn Joshua Jackson er fluttur aftur á æskustöðvarnar í Topanga í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Leikarinn fest kaup á æskuheimili sínu árið 2001 og er nú fluttur inn í það ásamt fjölskyldu sinni. 15 mánaða gömul dóttir hans sefur í gamla herberginu hans. 

„Pabbi minn var, því miður, ekki góður faðir eða eiginmaður, og hvarf úr lífi okkar, en í þessu húsi í Topanga var allt einfalt,“ sagði Jackson í viðtal við Mr. Porter

Jackson og eiginkona hans Jodie Turner-Smith eignuðust sitt fyrsta barn í maí á síðasta ári. Að flytja aftur á æskuheimilið hefur verið þýðingarmikið fyrir leikarann. 

„Það var dreki á veggnum í herberginu mínu og ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég sá að hann var enn þar, eftir öll þessi ár. Eigandinn sagði mér að hann hefði vitað að þetta hefði mikla þýðingu fyrir einhvern og að þessi einhver myndi koma aftur einn daginn,“ sagði Jackson.

mbl.is