Íslandsvinir eignuðust son

Tan og Rob France eru komnir með Ismail litla heim.
Tan og Rob France eru komnir með Ismail litla heim. Skjáskot/Instagram

Queer Eye-stjarnan Tan France og eiginmaður hans Rob eru komnir með son sinn, Ismail France, í hendurnar. France-hjónin voru hér á landi í byrjun júlí í sínu síðasta ferðalagi áður en sonurinn kæmi í heiminn. 

Staðgöngumóðir gekk með soninn en hann fæddist sjö vikum fyrir settan dag, hinn 10. júlí, og þurfti því að vera á vökudeild í þrjár vikur.

France-hjónin fengu svo að fara með hann heim í gær, mánudag, og voru yfir sig ánægðir að geta það loks. „Við elskum hann svo mikið,“ skrifaði Tan. 

mbl.is