Channing Tatum með dóttur sinni á ströndinni

Leikarinn Channing Tatum er ekki vanur að tala mikið um …
Leikarinn Channing Tatum er ekki vanur að tala mikið um einkalífið sitt. mbl.is/AFP

Leikarinn Channing Tatum birtir sjaldan myndir úr einkalífi sínu en gerði undantekningu á því nýverið þar sem hann birti mynd af sér og dóttur sinni Everly á ströndinni. Við myndina skrifar hann:

„Þú ert mér allt! Þú ert heimurinn minn og hjartað mitt. Þú varst að horfa á fullt tunglið á þessari mynd og sagðir mér hvaða áhrif tunglið hefði á hafmeyjur og svo hlupum við út í sjóinn og leituðum að þeim og lékum okkur með skínandi stangir og kölluðum á hafmeyjar og sáum sporðinn á einni. Einn daginn muntu svo lesa þetta og sjá hvað við höfðum það skemmtilegt saman.“

Tatum kynntist leikkonunni Jennu Dewan við upptökur á kvikmyndinni Step Up. Þau giftu sig 11. júlí árið 2009 í Malibu í Kaliforníu. Dóttir þeirra Everly fæddist árið 2013. Árið 2018 tilkynnti parið svo skilnað sinn. 

Jenna Dewan hefur fjallað um hversu fjarlægur faðir hann var þegar hún eignaðist Everly, sem hafi reynt mikið á hana á þeim tíma.

Dewan segir flókið að vera leikkona og einstæð móðir þar sem vinnustundirnar eru margar og oft í fjarlægð frá heimilinu. Hún segir fæðingu sonarins sem hún átti fyrir sextán mánuðum með eiginmanni sínum Steve Kazee gjörólíka þar sem hún var miklu öruggari með sig og kjarnaðri. 

Page Six

mbl.is