Fjölskyldan blómstrar í sveitinni

James og Kimberly Van Der Beek elska sveitalífið í Texas.
James og Kimberly Van Der Beek elska sveitalífið í Texas.

Dawson's Creek-stjarnan James Van Der Beek og eiginkona hans Kimberly fluttu í sveitina í Texas í október á síðasta ári. Ástæðan fyrir flutningunum var að þau vildu flytja börn sín fimm úr borginni í sveitina. 

„Okkur langaði að gefa þeim rými og vildum að þau myndu alast upp í náttúrunni. Þegar við flugum hingað fyrir brúðkaupsafmælið okkar fann ég orkuna beinast í átt að Austin,“ sagði Van Der Beek í viðtali við Austin Life

Hjónin eiga saman dótturina Oliviu sem er 10 ára, Joshua níu ára, Önnube sjö ára, Emlilu fimm ára og Gwendolyn þriggja ára. Kimberley hefur einnig tvisvar misst fóstur, sem hefur tekið mikið á fjölskylduna. 

Frú Van Der Beek segir þau hjónin hafa beðið Texas um „leyfi“ fyrir flutningunum með „hippaathöfn“ undir tré. 

„Upplýsingarnar sem ég fékk voru þær að Texas gæti heilað mann. Ríkið er stórt og náttúran faðmar mann og heilar. Við vorum búin að fara í gegn um klikkað ár og misstum tvö fóstur seint á meðgöngunni og líkami minn var enn að jafna mig. Ég fann enn til þegar ég gekk á þessum tímapunkti,“ sagði frú Van Der Beek. Og Texas hefur gert þeim gott. 

Þau segja mikinn mun á Texas og Los Angeles. „Ef þú verður lasinn í LA, þá pantarðu sendingu heim með Postmates. Ef þú ert að fara að flytja, þá færðu meðmæli með flutningaþjónustu. Í Texas býr einhver eitthvað til og færir þér þegar þú ert veikur. Og það koma fimm vinir til þín með bílana sína til að flytja. Þetta er bara öðruvísi lífsstíll. Ég er ekki að segja að annar hvor staðurinn sé betri, en þetta er þorps-lífsstíllinn sem ég hef þráð svo lengi,“ sagði Van Der Beek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert