Barbídúkka gerð eftir bóluefnaframleiðanda

Sarah Gilbert með Barbídúkkuna af sjálfri sér.
Sarah Gilbert með Barbídúkkuna af sjálfri sér. AFP

Breski prófessorinn Sarah Gilbert, sem átti þátt í þróun bóluefnis AstraZeneca, hefur nú hlotið þann heiður að fá barbídúkku hannaða eftir sér. Gilbert, sem er 59 ára prófessor við Oxfordháskóla í Englandi, fetar þá í fótspor Beyonce, Marilyn Monroe og Eleanor Roosevelt sem hafa einnig hlotið þann heiður að fá barbídúkkueftirlíkingu af sér.

Leikfangaframleiðandinn Mattel segir dúkkurnar hluta af herferð fyrirtækisins sem nefnist „Fyrirmyndir“.

Gilbert segir það undarlega tilfinningu að það hafi verið gerð barbídúkka eftir henni. „Það er skrýtin upplifun að það hafi verið barbídúkka hönnuð eftir mér,“ segir Gilbert. „Ég vonast til þess að þetta leiði til þess að það verði eðlilegra fyrir ungar stelpur að hugsa um starfsframa í vísindum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert