Dóttirin á að vera ofurkona

Rob Kardashian í faðmi systra sinna.
Rob Kardashian í faðmi systra sinna. mbl.is/AFP

Kardashian-systkinin eru dugleg að setja myndir af börnum sínum á netið. Rob Kardashian, sem á dótturina Dream Renée með fyrirsætunni Blac Chyna, birti nýverið fallega mynd af dóttur sinni sem Ofurkonunni (e. Wonder Woman). 

Margir muna eftir árinu 2016 sem var áhrifaríkt í lífi Robs Kardashians og Black Chyna. Þau byrjuðu að hittast í janúar, tilkynntu trúlofun sína í apríl og síðan væntanlega fæðingu dóttur sinnar í maí. Barnið fæddist 10. nóvember hið sama ár. Þegar dóttirin var eins mánaðar gömul flutti Chyna út af heimili þeirra með barnið. Seinna meir var talið að Kardashian hefði verið rekinn út af samfélagsmiðlum fyrir að fjalla á ólöglegan hátt um fyrrverandi unnustu sína með hefndarklámi. 

Kardashian virðist vilja ala dóttur sína upp í að verða sterk kona og hefur keypt á hana búning sem styður þær hugmyndir hans. Hann kallar sig draumapabba á Instagram og eru nánast allar ljósmyndir hans af dótturinni að leika sér og gera eitthvað skemmtilegt með pabba sínum.

mbl.is