Trixið sem fær börnin til að sofa á nóttunni

TikTok notandi mælir með að gefa smábörnum banana á kvöldin.
TikTok notandi mælir með að gefa smábörnum banana á kvöldin. Ljósmynd/Michal Bar Haim

Kona á samfélagsmiðlinum TikTok hefur vakið mikla athygli eftir myndband sem hún birti á dögunum. Þar greinir hún frá aðferð sem hjálpar ungbarninu hennar að sofa værum svefni alla nóttina. Hún gefur dóttur sinni banana fyrir svefninn. 

Í myndbandinu tekur konan fram að TikTok hafi nýst henni vel í uppeldinu og þar hafi hún lært margar nýjar aðferðir sem hafi gagnast henni vel í uppeldinu. Þó stendur ein aðferð upp úr og það er hið svokallaða bananabragð

Fram kemur í myndbandinu að dóttirin hafi verið mikið að vakna á næturnar og þetta er vandamál sem flestir foreldrar kannast við. Móðirin sá bananabragðið á TikTok og ákvað að prófa að gefa dóttur sinni banana fyrir svefninn. Í myndbandinu segir hún að þetta hafi virkað og mælir með að foreldrar reyni bananabragðið ef smábarnið þeirra á erfitt með að festa svefn á næturnar.

Í banönum er að finna efnið triptófan sem hjálpar okkur að framleiða hormónið melatónín á kvöldin. Melatónín á þátt í að stilla hina eðlislægu klukku okkar. Bananar eru einnig ríkir að kalíum og magnesíum sem hafa vöðvaslak­andi áhrif en bæði efnin eru talin stuðla að betri svefni.

@agoyneee_xo

Reply to @kaylamayo26 so many people have said this so wanted to address it 🥰

♬ original sound - Allison 👑





Frétt Newsweek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert