Sigríður Thorlacius á von á barni

Sigríður Thorlacius á von á barni.
Sigríður Thorlacius á von á barni. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistarkonan Sigríður Thorlacius á von á barni. Von er á barninu eftir um fjórar vikur en Sigríður greindi sjálf frá gleðifréttunum á Facebook í vikunni. 

„4 vikur í áætlaðan komudag blessaðs barns. Hér er ég með vegabréfið mitt á leið í bólusetningu. Ég sem er svo stálheppin að vera með þetta fagurbláa vegabréf sem staðfestir ríkisfangið sem ég var svo lánsöm að fæðast með. Sem veitir mér frelsi og mér og litlu barni öryggi. Afsakið. Ég er aðeins að kafna úr þakklæti í ljósi alls. Heimurinn er alls ekki jafn góður við allar konur alls staðar,“ skrifaði Sigríður við færslu sína. 

Barnavefurinn óskar Sigríði innilega til hamingju!

mbl.is