Mæðgurnar stálu senunni á rauða dreglinum

Thandie Newton ásamt dóttur sinni Nico Parker á frumsýningu Reminiscence …
Thandie Newton ásamt dóttur sinni Nico Parker á frumsýningu Reminiscence í Los Angeles. mbl.is/AFP

Leikkonan Thandie Newton mætti ásamt dóttur sinni, Nico Parker, á frumsýningu kvikmyndarinnar Reminiscence í vikunni. Parker, sem nú er orðin sextán ára, leikur í kvikmyndinni ásamt móður sinni. 

Fréttamiðlar keppast nú við að fjalla um mæðgurnar og segja þær hafa stolið senunni á rauða dreglinum en báðar klæddust þær fallegum kjól frá Versace; Newton úr Atelier-línu tískuhússins og Parker úr Resort-línunni. 

Glæsilegar mæðgur klæddar upp í fatnaði frá tískuhúsinu Versace.
Glæsilegar mæðgur klæddar upp í fatnaði frá tískuhúsinu Versace. mbl.is/AFP

Parker er nú þegar orðin aðeins hærri en móðir hennar. Þetta er önnur kvikmynd hinnar ungu leikkonu sem lék einnig hlutverk í kvikmyndinni Dumbo sem kom út 2019. 

Báðir foreldrar Parker starfa við kvikmyndir en faðir hennar er kvikmyndagerðarmaðurinn Ol Parker. Newton og Parker hafa verið gift frá árinu 1998 og eiga þrjú börn saman. 

„Þau gefa mér ráð eins og að læra nöfn allra þeirra sem ég vinn með og að ég þurfi að haga mér almennilega en þegar kemur að því að leika þá vilja þau leyfa mér að finna út úr því,“ segir Parker. 

Ferill hinnar ungu leikkonu er farinn á flug og leikur hún hlutverk í nýjum sjónvarpsþætti sem ber heitið The Last of Us, sem nú er í framleiðslu.

Leiklist er eitt af því sem sameinar þær Newton og …
Leiklist er eitt af því sem sameinar þær Newton og Parker. mbl.is/AFP
mbl.is