„Barnið mitt skuldar mér ekki neitt“

PJ Madam er þekkt sjónvarpskona sem er óhrædd við að …
PJ Madam er þekkt sjónvarpskona sem er óhrædd við að berskjalda sig og tala um hlutina eins og þeir raunverulega eru. mbl.is/skjáskot Instagram

„Þegar ég horfi til baka yfir fyrsta árið mitt sem móðir verð ég að viðurkenna að stór hluti þess fór í að bíða. Ég var að bíða eftir því að barnið kæmi, bíða eftir að fæðingin væri búin, bíða eftir að blæðingarnar myndu stoppa, eftir að hárið myndi vaxa aftur, eftir að barnið myndi skorða sig, bíða eftir því að hann myndi sofa alla nóttina, bíða eftir að hann færi að sitja, rúlla sér og skríða, svo beið ég eftir því að hann færi að skríða og tala,“ skrifar PJ Madam á Instagram þar sem hún ræðir fyrsta árið með nýju barni. Margir muna eflaust eftir aðdraganda þess að hún og maðurinn hennar Tim Noonan ákváðu að deila lífi sínu og eignast barn  úr þáttunum Extreme Engagement á Netflix. 

 

„Þessi bið hefur verið vegurinn í átt að óþolinmæði og gremju og hefur rænt mig því að lifa í augnablikinu. Alby skríður, frábært, nú þarf hann að byrja að ganga og síðan hlaupa. Alby segir „pabbi“, nú þarf hann að byrja að segja „mamma“.  Alby borðar, nú þarf hann að læra á hnífapör þegar hann borðar. Ég verð að viðurkenna að ég hef verið uppteknari af útkomunni en að lifa í augnablikinu með barninu. Athyglin hefur verið á framtíðinni, sem þýðir að ég lifi ekki í núinu,“ segir hún.   

Þreytu og vanmætti er að hluta til um að kenna hvernig lífið hefur þróast í einskonar maraþon þetta fyrsta ár fjölskyldunnar með barn. 

„Að sjá Alby gera hlutina staðfesti virði mitt  að ég væri að gera góða hluti og hann væri staðfesting á því. Guð minn góður hvað þetta hefur sett mikla pressu á mig og hann!

Innst inni veit ég að allt er eins og það á að vera. Að fylgjast með barninu vaxa og breytast daglega er dásamlegt. Það skiptir ekki máli hvað Alby gerir; hlutirnir gerast á réttum tíma fyrir hann og tímasetningin verður alltaf fullkomin.

Barnið mitt skuldar mér ekki neitt, það er grunnurinn og staðreynd sem hefur tekið mig tíma að skilja. Að hægja á sér er erfitt en hitt er ennþá erfiðara. Ég er svo heppin að vera með þolinmóðan kennara í þessu ferli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert