Missti af leiknum vegna fæðingar frumburðar síns

Alex Oxlade-Chamberlain og Perrie Edwards eignuðust son.
Alex Oxlade-Chamberlain og Perrie Edwards eignuðust son.

Little Mix-söngkonan Perrie Edwards og Liverpool-stjarnan Alex Oxlade-Chamberlain eignuðust son um helgina. Litli drengurinn kom í heiminn á laugardagsmorgun. 

Oxlade-Chamberlain hefði átt að spila leik Liverpool gegn Burnley klukkan 11:30 sama dag en dró hann sig úr hópnum á síðustu stundu vegna fæðingarinnar. Liðsfélagar hans áttu þó góðan dag án hans og unnu 2-0. 

Edwards og Oxlade-Chamberlain birtu bæði myndir af syninum á sunnudag. Þetta er fyrsta barn parsins saman. 

mbl.is