Enn harðnar í forræðisdeilu Jolie og Pitt

Angelina Jolie og Brad Pitt slást eins og hundur og …
Angelina Jolie og Brad Pitt slást eins og hundur og köttur í dómssalnum um þessar mundir. AFP

Stórleikarinn Brad Pitt hefur áfrýjað dómi tímabundins dómara sem dæmdi fyrrverandi eiginkonu hans Angelinu Jolie í hag í forsjármáli þeirra hjóna. Lögmenn Pitt segja leikkonuna ekki hafa átt að fá forræði yfir börnunum vegna stjórnsýslulegra mistaka. 

Pitt hlaut upphaflega forræði yfir börnum þeirra í maí á síðasta ári. Dómarinn John W. Ouderkirk komst að þeirri niðurstöðu. Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu komst hins vegar að því að dómarinn hefði ekki tilgreint viðskiptasamband sitt við lögmann Pitts nægilega vel. 

Ouderkirk neitaði að segja sig frá málinu þegar Jolie lagði fram kröfu um það en hann hefur lengi verið vinur fjölskyldunnar. Gaf hann þau Pitt og Jolie saman árið 2014. 

Lægra dómsstig komst svo að því að krafa Jolie hafi verið lögð of seint fram. Hún áfrýjaði þeirri niðurstöðu og vann. Ouderkirk neyddist því að stíga til hliðar og tímabundinn dómari var fenginn í málið sem þau bæði samþykktu.

Lögmenn Pitts segja nú að mistök Ouderkirk hafi verið smávægileg og ekki tilefni til þess að hann stigi til hliðar. Segja þeir einnig að Jolie hafi verið að leita að ljósi í myrkri til að koma honum frá málinu. 

Því hafi hinn tímabundni dómari sem dæmdi Jolie í hag ekki hafa átt að vera dómarinn í málinu. 

Jolie og Pitt eiga sex börn saman, þar af fimm undir lögaldri. Maddox er elstur en hann er tvítugur. Pax er 17 ára, Zahara er 16 ára, Siloh 15 ára og tvíburarnir Vivienne og Knox eru 13 ára.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert