Fékk aldrei vasapening sem barn

Chet Hanks, sonur Tom Hanks og Ritu Wilson, fékk aldrei …
Chet Hanks, sonur Tom Hanks og Ritu Wilson, fékk aldrei vasapening sem barn. Skjáskot/Instagram

Rapparinn Chat Hanks segir að foreldrar hans, leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson, hafi aldrei gefið honum vasapening þegar hann var barn. Hann segir það hafa verið tvíeggja sverð að alast upp á heimili heimsfrægra leikara. 

„Fólk gerði ráð fyrir að ég hafi alist upp við svakaleg forréttindi, alveg svakalega ríkur, og það var bara ekki alveg tilfellið. Það var eiginlega andstæðan. Þau gáfu mér aldrei fjandans vasapening. Ég veit ekki hvort ég sé fátækasta ríka barnið eða ríkasta fátæka barnið,“ sagði Hanks í viðtali við Andrew Callaghan á Channel 5. 

Hanks sagði enn fremur að foreldrar hans hafi haft hann í stuttri ól þegar hann ólst upp. Þegar hann var gripinn við það að reykja gras trylltist móðir hans. Hann tekur þó fram að hann óski sér ekki að eiga neina aðra foreldra, hann hefði bara óskað sér að þau væru ekki jafn fræg. 

Foreldrar Chet Hanks eru Tom Hanks og Rita Wilson.
Foreldrar Chet Hanks eru Tom Hanks og Rita Wilson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert