Blendnar tilfinningar hjá Beckham

David Beckham og Harper dóttir hans eru afar náin.
David Beckham og Harper dóttir hans eru afar náin. Skjáskot/Instagram

Það eru alltaf ákveðin tímamót þegar börn byrja aftur í skóla að hausti. Foreldrar upplifa það svo greinilega að tíminn líður á ógnarhraða og fyrr en varir eru börnin hætt að vera börn.

David Beckham er þar engin undantekning en Victoria Beckham birti á dögunum myndband af David Beckham að knúsa Harper á meðan hún var að útbúa sér morgunmat. „Gerðu það, ekki fara! Vertu bara með pabba,“ sagði Beckham við Harper sem kvaðst vera mjög spennt að fara aftur í skólann.

Harper og David Beckham eru sögð mjög náin feðgin. Hún sé algjör pabbastelpa og fari oft með honum í vinnuna.

Feðginin borða saman morgunverð áður en haldið er í skólann.
Feðginin borða saman morgunverð áður en haldið er í skólann. Skjáskot/Instagram
David Beckham vill helst ekki sleppa af henni hendinni.
David Beckham vill helst ekki sleppa af henni hendinni. Skjáskot/Instagram
mbl.is