Ekki orðin örvæntingafull

Venus Williams.
Venus Williams. AFP

Tennisstjarnan Venus Williams er 41 árs en á hvorki börn né eiginmann. Hún segist ekki vera orðin örvæntingarfull þrátt fyrir að vinir hennar haldi annað. Hún segist elska sjálfa sig og vini og fjölskyldu. 

„Ég á marga vini sem trúa mér ekki þegar ég segi að elski lífið mitt og vilji ekki breyta því. Ég er ekki örvæntingarfull og þeir trúa mér ekki,“ segir Williams í viðtali við Cosmpolitan. Hún segir vini sína benda á að hún eigi eftir að missa af glugganum sínum. „Æ, slakaðu á. Þér líður kannski svona en ekki mér. Ég get lofað mér mér mér líður ekki þannig,“ segist Williams segja. 

Gömul samfélagsleg gildi á borð við það að konur þurfi festa ráð sitt og stofna fjölskyldu hafa ekki áhrif á Williams sem segist elska frelsið sem hún býr við í dag. 

Serena Williams, til vinstri, og Venus Williams.
Serena Williams, til vinstri, og Venus Williams. AFP
mbl.is