Ekki sofið heila nótt í fjóra mánuði

Kirsten Dunst eignaðist sitt annað barn í vor.
Kirsten Dunst eignaðist sitt annað barn í vor. AFP

Hollywoodstjörnurnar Kirsten Dunst og Jesse Plemons eignuðust sitt annað barn í vor. Dunst greindi frá komu barnsins í viðtali við The New York Times. Fyrir á parið þriggja ára son. 

Drengurinn fékk nafnið James Robert. „Hann er engill en hann er svangur engill. Og þungur engill,“ sagði Dunst um James Robert í viðtalinu.

Parið sem er trúlofað kynntist við tökur á þáttunum Fargo árið 2015. Síðustu mánuði hefur Plemons verið í burtu við tökur á myndinni Killers of the Flower Moon og Dunst aðallega séð um ungbarnið. „Ég er svo þreytt, ég hef ekki sofið heila nótt í fjóra mánuði,“ sagði Dunst. 

Jesse Plemons og Kirsten Dunst.
Jesse Plemons og Kirsten Dunst. AFP
mbl.is