Friðrik Dór og Lísa eiga von á sínu þriðja barni

Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór.
Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Söngvarinn ástsæli, Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans, Lísa Hafliðadóttir, eiga von á sínu þriðja barni. Það má því með sanni segja að það sé í nógu að snúast hjá fjölskyldunni um þessar mundir en fyrir eiga þau tvær stúlkur.

Eldri dóttir þeirra, Ásthildur, fagnaði átta ára afmæli sínu í gær, þann 13. september. Sú yngri, Úlfhildur, verður tveggja ára eftir tvo mánuði en hún fæddist þann 13. nóvember 2019.

Í gær deildi Lísa myndum á Instagram í tilefni af afmæli Ásthildar og staðfesti þar með að hún bæri barn þeirra Friðriks undir belti.  

Barnavefurinn óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju með barnalánið.

mbl.is