Árný sýnir að óléttan er ekki glansmynd

Árný Fjóla sýndi muninn á raunveruleikanum og Instagram-glansmyndinni.
Árný Fjóla sýndi muninn á raunveruleikanum og Instagram-glansmyndinni. Samsett mynd

Árný Fjóla Ásmundsdóttir úr Gagnamagninu á von á sínu öðru barni á næstu dögum með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Daða Frey Péturssyni. Hún birti fallegar myndir af sér á Instagram í gær en sýndi jafnframt hvernig glansmyndin er oft ólík raunveruleikanum. 

Árný er komin 40 vikur á leið. „40 vikur. Stuttir göngutúrar létta lund og stytta bið. Mér líður mjög vel, jafnvel betur en síðustu mánuði. Við erum samt tilbúin og spennt að fá þessa bumbustelpu í hendurnar,“ skrifaði Árný við sumarlegar myndir af sér. 

Í sögu setti hún síðan samsetta mynd af sér og benti á hvað instagrammyndir væru oft ólíkar raunveruleikanum.

Árny birti skemmtilega myndir af sér á Instagram.
Árny birti skemmtilega myndir af sér á Instagram. Skjáskot/Instagrammbl.is