Sigríður Thorlacius orðin móðir

Sigríður Thorlacius er orðin móðir.
Sigríður Thorlacius er orðin móðir. mbl.is/Árni Sæberg

Ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, Sigríður Thorlacius, er orðin móðir. Hún og unnusti hennar eignuðust son í síðustu viku. 

Sigríður greinir frá því á facebook-síðu sinni að drengurinn sé kominn í heiminn. Hann sé vikugamall og mikið yndi. 

Um er að ræða fyrsta barn Sigríðar og heilsast þeim mæðginum vel. 

Barnavefurinn óskar foreldrunum hjartanlega til hamingju með soninn. 

mbl.is