Beatrice prinsessa eignaðist dóttur

Beatrice prinsessa og Edoardo Mapelli Mozzi eignuðust dóttur.
Beatrice prinsessa og Edoardo Mapelli Mozzi eignuðust dóttur. AFP

Beatrice prinsessa og eiginmaður hennar, Edoardo Mapelli Mozzi, eignuðust dóttur á laugardaginn. Þetta er fyrsta barn Beatrice en annað barn Mozzi. Breska konungsfjölskyldan greindi frá fæðingunni í dag. 

Stúlkan kom í heiminn rétt fyrir miðnætti þann 18. september á spítalanum í Chelsea and Westminster að því fram kemur í tilkynningu. Segjast þau Beatrice og Mozzi vera himinlifandi að greina frá komunni. Beatrice þakkað ljósmæðrunum og starfsfólki spítalans fyrir aðstoðina. 

Beatrice og Mozzi gengu í hjónaband í fyrrasumar. Þetta er annað barnabarn Andrésar prins, föður Beatrice, og fyrrverandi eiginkonu hans, Söruh Ferguson. Stúlkan er 12 barnabarnabarn Elísabetar Bretadrottningar og það 11 í erfðaröðinni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert