Tók með sér brjóstapumpu

Mandy Moore á rauða dreglinum fyrir Emmy-verðlaunahátíðina. Brjóstapumpan var ekki …
Mandy Moore á rauða dreglinum fyrir Emmy-verðlaunahátíðina. Brjóstapumpan var ekki langt undan. AFP

This is Us-leikkonan Mandy Moore mætti á Emmy-verðlaunahátíðina í gær. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Moore mætti á rauða dregilinn en líklega fyrsta skiptið sem hún mætti með brjóstapumpu sem aukahlut. 

Moore sem eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar greindi frá því í Instagram fyrir verðlaunaafhendinguna að brjóstapumpan væri mikilvægasti aukahlutirinn þetta kvöldið. Brjóstapumpa Moore er frá merkinu Motif Luna. 

Mandy Moore birti mynd af brjóstapumpunni sinni.
Mandy Moore birti mynd af brjóstapumpunni sinni. Skjáskot/Instagram

Moore er hreinskilin þegar kemur brjóstagjöf og því sem henni fylgir. Brjóstagjöfin hefur gefið henni mikið en einnig verið erfið og tekið á. Í upphafi brjóstagjafinnar fylgdi henni til að mynda mikill sársauki. 

Mandy Moore er móðir.
Mandy Moore er móðir. AFP
mbl.is