Eiga von á tvíburadrengjum

Ashley Graham á von á tvíburadrengjum.
Ashley Graham á von á tvíburadrengjum. AFP

Fyrirsætan Ashley Graham og eiginmaður hennar Justin Ervin eiga von á tvíburum. Graham birti myndband í gær þar sem þau komust að því að þau ættu von á tveimur litlum drengjum. 

„Er þér alvara? Við erum að fara eiga þrjá litla drengi,“ sagði Graham í myndbandinu. „Þú ert að grínast í mér,“ sagði Ervin en foreldrarnir voru augljóslega hissa yfir fréttunum. 

Grhaam og Ervin greindu frá því í júlí að þau ættu von á öðru barni. Fyrir eiga þau soninn Isaac Menelik sem kom í heiminn 18. janúar 2020. 

mbl.is