Viðurkennir að eiga sex börn

Boris Johnson á mörg börn.
Boris Johnson á mörg börn. AFP

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands viðurkenndi í bandaríska sjónvarpsþættinum Today að hann ætti sex börn. Johnson sem er þekktur fyrir kvennafar sitt gekk aftur í hjónaband í sumar. Hann á von á sínu öðru barni með núverandi eiginkonu sinni Carrie Johnson á næstu mánuðum. 

„Það er frábært, það er frábært,“ sagði Johnson þegar þegar hann var spurður hvernig það væri að eiga lítil börn og vera forsætisráðherra. „Sko, þú veist. Það er mikil vinna en ég elska það, ég gjörsamlega elska það. Og ég skipti um margar bleyjur.“

Boris Johnson og Carrie Johnson.
Boris Johnson og Carrie Johnson. AFP

Johnson á sex börn sem eru þekkt. Börnin Lara, Milo, Cassio og Theodore á hann með fyrrverandi eiginkonu sinni Marinu Wheeler. Dótturina Stephanie eignaðist hann eftir að hann hélt fram hjá árið 2009. Soninn Wilfred eignaðist hann með núverandi eiginkonu sinni Carrie Johnson og er það sjöunda á leiðinni. 

mbl.is