Ættleiddi sjö ára dreng en ekki ungbarn

Feðgarnir Willie Garson og Nathen Garson fyrir nokkrum yngri.
Feðgarnir Willie Garson og Nathen Garson fyrir nokkrum yngri. Skjáskot/Instagram

Leik­ar­inn Willie Garson úr Beðmálum í borginni lést í vikunni eftir krabbameinsbaráttu aðeins 57 ára að aldri. Garson var einstæður faðir en í stað þess að ættleiða ungt barn eða fá hjálp frá staðgöngumóður ættleiddi hann sjö ára gamlan dreng árið 2008. 

Garson hitti soninn Nathen á opnum degi á vegum ættleiðingarstofu í Los Angeles í október 2008 en þá var Nathen sjö ára. Garson lýsti því í viðtali við People hvernig augnablikið var þegar hann hitti Nathen fyrst. Drengurinn var að halda jafnvægi á gangstéttarbrún og þá vissi hann að þarna væri sonur hans. Það tók meira en ár að ganga frá ættleiðingunni sem gekk í gegn í janúar 2010. 

Í hinum hefðbundna heimi hefði Garson hitt konu, gengið í hjónaband og stofnað fjölskyldu. Þremur árum áður en Nathen kom inn í líf leikarans áttaði hann hins vegar á að hann væri ekki að fara hitta konu drauma sinna. „Hverju er ég að bíða eftir?“ hugsaði Garson sem var sama um eiginkonu en langaði að eignast barn. 

„Flestir vilja ungbörn en ég féll fyrir Nathen,“ sagði Garson um son sinn. 

Sonur hans minnist föður síns á Instagram í kjölfar fráfalls hans en þeir feðgar voru mjög nánir. Hann sagðist elska hann og sagðist vera ánægður með að þeir hefðu fengið að deila ævintýrum sínum saman. „Ég er svo stoltur af þér. Ég mun alltaf elska þig, en ég held að það sé tími fyrir þig að halda áfram með ævintýri þitt á þínum eigin vegum. Þú verður alltaf minn,“ skrifaði Nathen Garson meðal annars um föður sinn. Sagði hann föður sinn vera harðasta, fyndnasta og gáfaðasta mann sem hann þekkti.mbl.is