Stúlkan sem enginn fær að sjá eins árs

Gigi Hadid með litlu Khai.
Gigi Hadid með litlu Khai. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Zayn Malik, fögnuðu eins árs afmæli einkadóttur sinnar, Khai, fyrr í vikunni.

Margir fjölskyldumeðlimir Hadid-fjölskyldunnar deildu sætum og skemmtilegum afmæliskveðjum á samfélagsmiðla en foreldrarnir sjálfir deildu engu. Enda hefur það verið einlægur ásetningur þeirra að vernda friðhelgi dóttur sinnar alveg frá því að hún fyrst kom í heiminn.

Yngri systir Gigi, fyrirsætan Bella Hadid, ritaði fallega kveðju til litlu frænku sinnar á Instagram og deildi mörgum myndum af þeim saman í hinum ýmsu aðstæðum og athöfnum. Passaði hún sig þó á því að hylja andlit Khai á öllum myndunum og notaðist hún gjarnan við broskarl sem er með geislabaug og líkist því eins konar engli í formi lyndistákns. Það sama er hægt að segja um móðurömmu Khai, Yolanda Hadid, sem deildi eingöngu myndum af sér og eins árs barnabarni sínu sem teknar voru aftan frá svo ekki sæist í andlit þeirra.

Af kveðjunum að dæma hefur litla Khai verið mikill gleðigjafi í lífi Hadid-fjölskyldunnar og auðgað fjölskylduna mikið með tilveru sinni þrátt fyrir að vera barnið sem enginn má sjá.

View this post on Instagram

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

mbl.is