Blackstock að verða afi

Brandon Blackstock verður afi á næstu mánuðum.
Brandon Blackstock verður afi á næstu mánuðum. Skjáskot/Instagram

Umboðsmaðurinn Brandon Blackstock verður afi á næstu mánuðum. Dóttir hans, Savannah, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Quentin Lee.

Blackstock var umboðsmaður og eiginmaður söngkonunnar Kelly Clarkson um árabil en hún sótti um skilnað á síðasta ári.

Savannah tilkynnti óléttuna á Instagram í vikunni og sagði þetta besta leyndarmál sem hún hefði nokkurn tímann átt.

Blackstock verður 45 ára í desember á þessu ári en Savannah er tvítug. Hana átti hann með fyrrverandi eiginkonu sinni Melissu Ashworth, en þau eiga einnig soninn Seth sem er 14 ára.

Auk Savönnuh og Seth á Blackstock dótturina River sjö ára og soninn Remington fimm ára með Clarkson. 

mbl.is