Dóttir Daða og Árnýjar fékk sjaldgæft nafn

Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir gáfu dóttur sinni …
Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir gáfu dóttur sinni nafnið Kría Sif.

Tónlistarparið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir gáfu annarri dóttur sinni nafnið Kría Sif. Kría er nokkuð sjalgæft nafn en á Íslandi bera aðeins 23 konur nafnið Kría sem fyrsta eiginnafn. Nafnið er enn sjaldgæfara sem annað eiginnafn en aðeins 17 bera það sem annað nafn. 

Sif er mun algengara, en Kría en tæplega 1.400 konur bera nafnið sem annað eiginnafn. Óalgengara er að nota nafnið sem fyrsta eiginnafn en 187 konur bera nafnið Sif sem fyrsta eiginnafn. 

Dóttir Daða og Árnýjar kom í heiminn um helgina og greindi Daði frá því í byrjun vikunnar hvað litla stúlkan ætti að heita.

mbl.is