Hætt saman fjórum mánuðum eftir fæðingu sonarins

Jason Derulo og Jena Frumes eru hætt saman.
Jason Derulo og Jena Frumes eru hætt saman.

Tónlistarmaðurinn Jason Derulo og kærasta hans Jena Frumes eru hætt saman, aðeins fjórum mánuðum eftir að þeim fæddist sonur. Derulo sagði frá sambandsslitunum á samfélagsmiðlum í vikunni og bað um frið frá aðdáendum. 

Frumes fæddi soninn Jason King 8. maí síðastliðinn og er hann þeirra eina barn saman. 

„Við Jena höfum ákveðið að fara hvort í sína áttina. Hún er mögnuð mamma en okkur finnst við vera besta útgáfan af sjálfum okkur þegar við erum í sundur og líka betri foreldrar,“ skrifaði Derulo á Twitter

Frumes og Derulo eiga sama afmælisdaginn, 21. september, og þann dag birti Frumes afmæliskveðju til Derulos á Instagram þar sem hún sagði einnig frá því að þau hefðu fagnað afmælinu saman í Aspen. Hún eyddi færslunni síðar.

mbl.is