Ógetin dóttir Hilton fær strangt uppeldi

Paris Hilton er spennt fyrir móðurhlutverkinu en hún stefnir á …
Paris Hilton er spennt fyrir móðurhlutverkinu en hún stefnir á að verða mamma í framtíðinni. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton gerir ráð fyrir að verða ströng móðir. Hilton á þó ekki von á barni þar sem hún ætlar að gera allt í réttri röð og ganga fyrst í hjónaband. Hún getur ekki beðið eftir því að giftast unnusta sínum Carter Reum. 

„Ég á örugglega eftir að verða ströng mamma,“ sagði Hilton við Extra þegar hún, systir og móðir söfnuðu gjöfum fyrir barnaspítala á dögunum. Hún er nú þegar búin að ákveða að nefna ógetna dóttur sína London og óttast unglingsár hennar. „Mamma, ég vil fara á stefnumót, ég vil fara á skemmtistað,“ eru orð sem Paris Hilton óttast. „Nei,“ segist hún ætla að segja. En enn og aftur þá er dóttirin sem Hilton er með áhyggjur yfir bara draumur. 

Hilton, sem er fertug, segist vera byrjuð í tæknifrjóvgunarferli en það er draumur hennar að eignast tvíbura. Vill hún helst eignast bæði stelpu og strák.

Paris Hilton, Kathy Hilton og Nicky Hilton Rothschild.
Paris Hilton, Kathy Hilton og Nicky Hilton Rothschild. AFP
mbl.is