Á tískuvikunni þremur vikum eftir barnsburð

Cardi B vakti athygli á tískuvikunni í París.
Cardi B vakti athygli á tískuvikunni í París. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Cardi B kom öllum að óvörum og mætti á tískuvikuna í París sem fram fer um þessar mundir. Heiðraði hún franska fatahönnuðinn Thierry Mugler með nærveru sinni og mætti stórglæsileg á sýningu nýrrar línu hans. 

Einungis eru liðnar rúmlega þrjár vikur síðan hún eignaðist sitt annað barn með eiginmanni sínum, rapparanum Offset, en það var ekki að sjá á henni. Kom hún fram í eldri hönnun frá Mugler, frá árinu 1995, og stal algerlega senunni. 

Var hún íklædd rauðum glimmersíðkjól sem minnti svolítið á gamla tíma. Utan yfir kjólinn var hún í rauðri kápu með stórri hettu úr fjöðrum sem römmuðu andlit hennar fallega inn. Demantshálsmen sem sat þétt upp við háls hennar var svo punkturinn yfir i-ið. 

Þá fór Cardi B alla leið og hafði litað augabrúnir sínar í sama lit og kjóllinn. Eldrauðar augabrúnirnar settu óneitanlega svip á heildarútlit nýbökuðu móðurinnar, sem kann svo sannarlega að mæta á viðburði með stæl. 

View this post on Instagram

A post shared by Cardi B (@iamcardib)

mbl.is