Ekki viss um að hún vilji eignast börn

Barneignir eru ekki á dagskrá hjá Issu Rae.
Barneignir eru ekki á dagskrá hjá Issu Rae. AFP

Hollywood-stjarnan Issa Rae er nýgfit en er ekki viss um að hún vilji eignast börn. Ferill hinnar 36 ára gömlu Rae hefur verið á fljúgandi siglingu undanfarin ár og segir hún í viðtali við tímaritið Self að henni finnist börn hægja á.    

Rae giftist Louis Diame í ár eftir langt samband og er ótrúlega ánægð í hjónabandinu. Barneignir eru næst á dagskrá ef farið er eftir bandarískum sið en ekki hjá Rae . Hún er í rauninni ekki viss um að hún vilji eignast börn. 

„Ég er ánægð með lífið mitt eins og það er, ég elska þessa sjálfselsku,“ sagði Rae sem segist vera stödd í ákveðnum glugga. Eins og stendur gengur mjög vel hjá henni í leiklistinni. Hún segir ekki sjálfsagt að það gangi vel lengi, sérstaklega í tilviki svartra kvenna. „Ég vil gera eins mikið og ég get á meðan ég get það. Ég veit að það er ekki rétta hugarfarið að finnast börn hægja á en svona líður mér núna.“

Issa Rae.
Issa Rae. AFP
mbl.is