Árný þakklát fyrir líkama sinn

Árný Fjóla fæddi sitt annað barn í september.
Árný Fjóla fæddi sitt annað barn í september. Ljósmynd/Daði Freyr Pétursson

Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Árný Fjóla Ásmundsdóttir er þakklát fyrir allt það sem líkami hennar hefur gefið henni. Hún segir það ekki sjálfgefið að jafna sig hratt og vel eftir barnsburð. Árný fæddi sína aðra dóttur hinn 17. september síðastliðinn. 

Árný er eiginkona tónlistarmannsins Daða Freys Péturssonar og eiga þau nú tvær dætur, Áróru Björgu og Kríu Sif. 

„Sængurlegudraumur. Blæðandi, svitnandi, mjólkandi, grátandi og hamingjusöm. Það er sko alls ekki sjálfgefið að jafna sig hratt og vel eftir barnsburð. Ég hef gefið sjálfri mér tíma til að hvílast, gróa, gráta og gleðjast yfir nýju og breyttu lífi. Heppnari konu er varla hægt að finna með besta manninn og bestu börnin. Takk líkami, takk vinir, takk fjölskylda,“ skrifaði Árný í færslu á Instagram í dag. 

mbl.is