Ætlar ekki að búa til fleiri börn í bili

Sálfræðingur mældi með skírlífi við Nick Cannon eftir að hann …
Sálfræðingur mældi með skírlífi við Nick Cannon eftir að hann eignaðist sjöunda barnið.

Tónlistarmaðurinn og sjö barna faðirinn Nick Cannon hefur tekið upp skírlífi líkt og sálfræðingur hans ráðlagði honum. Hann ætlar ekki að búa til fleiri börn í bili og ætlar að reyna að lifa skírlifi út árið. 

Cannon sagði frá því í viðtali nýlega að sálfræðingur hans hefði ráðlagt honum skírlífi eftir að hann eignaðist fjögur börn, með þremur konum, á hálfu ári. 

Í öðru viðtali við Drink Champs sagðist hann hafa tekið ráði sálfræðingsins. „Ég ætla að reyna að halda því út árið,“ sagði Cannon. 

Cannon á sem fyrr segir sjö börn. Elstu börn hans eru tíu ára. Það eru tví­bur­arn­ir Moroccan og Mon­roe sem hann átti með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni Mariuh Carey. Son­inn Gold­en á hann með fyrr­ver­andi kær­ustu sinni Britt­any Bell en þau eignuðust einnig dótt­ur­ina Powerf­ul Qu­een í lok síðasta árs.

Á júní þessu ári eignaðist hann tví­bur­ana Zion og Zilli­on með Abby de La Rosa. Son­inn Zen átti hann í sama mánuði með fyr­ir­sæt­unni Alyssu Scott.

mbl.is